Viðhaldsvinna skipulögð af þeirri stofnun sem ber ábyrgð
á notkun
Hreinsun og sótthreinsun
Hætta á of mikilli geislun eða rafstuði.
• Slökkvið á röntgenkerfinu áður en hafist er handa við að þrífa röntgenlampasamstæðuna.
• Ekki má opna hlífar röntgenkerfisins.
• Ekki breyta eða fjarlægja hlífar röntgenlampasamstæðunnar eða öðrum hlutum hennar.
Beint aðgengi þarf að vera að röntgenlampasamstæðunni.
• Ekki má breyta stillingum röntgenlampasamstæðunnar.
• Gangið úr skugga um að engin hreinsiefni berist inn í röntgenbúnaðinn.
• Ef notuð eru hreinsiefni skal ganga úr skugga um að þau innihaldi ekki sprengifim efni, þar sem þá geta
myndast sprengifimar gasblöndur.
• Fylgið svæðisbundnum lagakröfum um aðferðir við þrif.
• Fylgið upplýsingum og öryggisleiðbeiningum frá framleiðanda hreinsiefnanna.
Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt er hætta á dauða eða alvarlegum meiðslum.
Þrif
Aðeins skal þrífa röntgenlampasamstæðuna:
• ef röntgenlampasamstæðan er ekki bak við hlífar röntgenkerfisins,
• ef engar hlífar eru til staðar á röntgenlampasamstæðunni sjálfri,
• ef auðvelt er að komast að röntgenlampasamstæðunni
.
Aðferðir við þrif
• Ekki má nota hreinsiefni eða fægiefni sem geta valdið tæringu, laglosun eða svörfun.
• Ekki má nota mjög ertandi efni, leysiefni eða gróf hreinsiefni eða fægiefni.
• Ekki má nota hreinsiefni eða fægiefni sem eru að stofni til úr alkóhóli.
• Þrífið glerjaða hluta, krómaða hluta og ályfirborð aðeins með rökum klút og mildu hreinsiefni eða fægiefni.
• Að því loknu skal þurrka yfir með þurrum klút.
Sótthreinsun
Sótthreinsun á röntgenlampasamstæðunni er ekki nauðsynleg nema framleiðandi kerfisins fari
fram á að það sé gert.
X-Ray Tube AssembliesX-Ray Tube Assemblies
Viðhald
309