RÁÐ TIL AÐ NÁ FRÁBÆRUM ÁRANGRI
• Í lagi er að elda eða hita upp í örbylgjuofni
í keramík-skálinni.
• Nota má keramík-skálina í allt að 250°C
heitum ofni; hins vegar er ekki ráðlagt að
setja keramík-skálina beint undir grillið.
MIKILVÆGT: Til að forðast að skemma
keramík-skálina skal ekki nota hana
á eldavélarhellu eða með neinum öðrum
beinum hita, svo sem ofngrilli, útigrilli,
steikarofni, eða opnum eldi.
• Bökunartími getur verið breytilegur þegar
notuð eru bökunaráhöld úr keramík.
Fylgstu með og aðlagaðu eldunartímann
eftir þörfum.
UMHIRÐA OG HREINSUN
• Hreinsaðu keramík-skálina vandlega í
heitu sápuvatni og skolaðu vel áður
en þú þurrkar hana.
• Til að fjarlægja viðbrunninn mat skal leggja
keramík-skálina í bleyti í heitu sápuvatni í
15 til -20 mínútur, eða eins og þarf.
• Notaðu hitaplatta; ekki setja heita
keramík-skál á óvarinn flöt.
• Til að forðast mögulegar skemmdir
skal ekki setja heita keramík-skál á
kalda eða blauta fleti. Ekki setja frosna
keramík-skál í heitan ofn.
• Þegar tekið hefur verið úr ofninum
heldur keramík-skálin lengur hita
en venjuleg bökunaráhöld.
• Alltaf skal þurrka keramík-skálina
vandlega fyrir geymslu.
• Hægt er að geyma keramík-skálina
í frysti. Ógropin keramík-skál tekur
ekki í sig lykt eða bragð úr matnum.
• Hefur viðnám gegn litun, flísun og
sprungu- eða æðamyndun.
• Þegar keramik-skálin hefur verið notuð
með borðhrærivélinni kunna einhver
för að myndast þar sem skálin læsist við
undirstöðu borðhrærivélarinnar. Þessi för
eru eðlileg og hægt er að fjarlægja þau við
hreinsun með svarfefnum og svampi.
55