sen vuoksi laatinut vaatimustenmukaisuusvakuutuksen yksin vastuullisena
direktiivin liitteen VII mukaisesti.
1 Formáli
UPPLÝSINGAR
Síðasta uppfærsla: 2018-03-28
► Vinsamlegast lesið þetta skjal vandlega áður en varan er notuð.
► Fylgið öryggisleiðbeiningum eftir til að forðast meiðsli og koma í veg
fyrir að skemma vöruna.
► Gefið notandanum leiðbeiningar um rétta og örugga notkun vörunnar.
► Geymið þetta skjal á öruggum stað.
Þessar notkunarleiðbeiningar innihalda mikilvægar upplýsingar um mátun og
notkun 50R49 Dorso Carezza Posture bakbeltisins.
2 Ætluð notkun
2.1 Ætluð notkun
Beltið má aðeins nota sem stoð fyrir bak og aðeins í snertingu við
óskaddaða húð.
Hálsspelkurnar verður að nota í samræmi við ábendingar um notkun.
2.2 Ábendingar um notkun
•
Röng líkamsstaða (hokið bak án samfallinna hryggjarliða, Scheuermann
sjúkdómur)
•
Bakverkur
Læknir verður að segja fyrir um ábendingar.
2.3 Frábendingar
2.3.1 Ófrávíkjanlegar frábendingar
Ekki þekktar.
2.3.2 Varúðarráðstafanir
Hafa þarf samband við lækni ef einhver eftirfarandi einkenna koma fram:
húðsjúkdómar eða -sár, bólga, þrútin útbrot með bólgu, roða og hita á
svæðinu þar sem stoðtækinu er komið fyrir, æxli, uppsöfnun í eitlum – þar á
meðal óljós bólga mjúkvefs undir stoðtækinu og tilfinningartruflun í hrygg.
2.4 Verkun
Beltið hjálpar til við að koma vöðvajafnvægi á brjósthrygg og réttir hann við.
42
Íslenska