http://ikea-club.com.ua
ÍSLENSKA
Áður en þú byrjar þarftu:
•
Forræktaðar ungplöntur á rótarkubbum
með að lágmarki 2 opnum laufum
•
Ræktunarhluti, vikursteina
•
Áburð
•
4 lítra af volgu vatni úr krana
•
55x35 cm ræktunarinnlegg
•
55 cm ræktunarljós
Þú velur annað hvort:
•
55 cm festingu fyrir ræktunarljós
•
Ræktunareiningu, fáanleg í nokkrum
stærðum til þess að passa við
ræktunarinnlegg
Sjá frekari upplýsingar í næstu IKEA verslun
eða á heimasíðu okkar www.IKEA.is til að
sjá allar samsetningar ásamt upplýsingum
um þá hluti sem þarf fyrir fullbúið sett.
Aðferð:
1. Fylgdu samsetningarleiðbeiningunum
til þess að festa efsta hluta
ræktunarinnleggsins við bakkann
og tengja vatnstrekt og mæli við
efsta hlutann. Ef þú notar festingu
fyrir ræktunarljós þarf að fylgja
þeim leiðbeiningum til að festa
ræktunarinnleggið áður en annað er
tengt. Ef þú notar ræktunareininguna
þarf að fylgja þeim leiðbeiningum til að
setja saman og tengja ræktunarljósin.
Settu ræktunarinnleggið í eininguna.
2. Taktu blómapott og leggðu 2 cm lag af
vikursteinum í botninn.
3. Settu einn rótarkubb með ungplöntu
í pottinn og fylltu með vikursteinum.
Vertu sérstaklega varkár þegar þú
bætir við vikursteinum ofan á kubbinn
þar sem ungplantan vex, þannig að
ræturnar, sem eru viðkvæmar, skemmist
ekki. Það á að hylja kubbinn alveg með
vikursteinum.
4. Settu pottinn í ræktunarinnleggið.
5. Endurtaktu skref 2, 3 og 4 fyrir hverja
ungplöntu sem þú vilt endurplanta í
ræktunarinnleggið.
6. Bætið við hálfum skammti af áburði
sem þarf fyrir 4 lítra af vatni og blandið
saman. Plönturnar eru smáar á þessu
stigi ræktunarinnar og þurfa því ekki
mikið af næringu.
7. Notaðu vatnstrektina til að hella
vatninu og áburðinum í bakkann fyrir
ræktunarinnleggið. Vikursteinarnir byrja
strax að draga í sig lausnina og mælirinn
gæti sýnt að magnið sé undir MIN
(lágmark) línunni.
8. Fylltu bakkann með volgu vatni þangað
til að mælirinn sýnir að magnið sé við
MAX (hámark) línuna. Áburðarlausnin
ætti að vera notuð í hvert skipti sem
bætt er á vatnið eftir fyrsta skiptið nema
þegar hitastigið er stöðugt yfir 20°C. Þá
ætti aðeins önnur hver áfyllingin að vera
hreint vatn.
9. Blómapottar sem ekki eru notaðir ætti
að setja í ræktunarinnleggið og loka
með meðfylgjandi loki. Lokið kemur í
veg fyrir að ljós lýsi á áburðarlausnina
og að þörungar myndist. Þörungavöxtur
á vikursteinum er eðlilegur. Þetta gerist
þegar áburðarlausnin nær upp að
yfirborði vikursteinanna og verður fyrir
lýsingu. Þetta er ekki skaðlegt og auðvelt
er að þvo í burtu af plöntunni.
10. Kveiktu á ræktunarljósunum. Mælt
er með að lágmarki 16 klukkutímum
af ljósi á dag, annað hvort 100% frá
ræktunarljósum, ef plantan er í myrku
herbergi, eða frá bæði ræktunarljósum
og náttúrulegu ljósi, ef plantan er í
glugga. Hægt er að nota tímamæli
sem tengdur er við ræktunarljósið
til að stjórna lýsingunni. Fyrir frekari
upplýsingar, sjá www.IKEA.is.
11. Það er mikilvægt að vikursteinarnir þorni
ekki alveg. Athugaðu reglulega hvort að
vatnsmælirinn sé ekki við MIN (lágmark)
línuna.
12. Fylltu á með áburðarlausninni þangað til
að vatnsmælirinn er við MAX (hámark)
línuna, þegar þess þarf. Mælt er með að
nota aðeins helminginn af þeim áburði
sem leiðbeiningar segja til um í fyrstu
2-4 skiptin, þegar plantan er ennþá lítil.
Venjulega þarf að fylla á lausnina á 7-10
daga fresti eða oftar ef hitastig fer upp
fyrir 20°C, þar sem lausnin gæti gufað
fljótar upp á heitum degi.
13. Uppskeran ætti að vera tilbúin innan
4-6 vikna, en það fer eftir plöntunni. Þú
getur skorið af það sem þú þarft og leyft
plöntunni að halda áfram að vaxa.
14. Þegar plantan hefur verið fjarlægð ætti
að loka tóma blómapottinum með loki.
Þrif:
Eftir hverja notkun, eða að mesta lagi á 12
vikna fresti, þarf að þrífa ræktunarinnleggið
með því að skola alla hluti með mildu
14