Virkni
Á bak við stjórnplötu salernisstýringarinnar eru innrauðir skynjarar. Þessir skynjarar vakta mismunandi
skynjunarsvið.
Skynjunarsviðið fyrir notanda (1) greinir hvort notandinn situr eða stendur fyrir framan salernisstýringuna.
Engin varanleg fyrirstaða (veggur, tjald o.s.frv.) má vera á þessu svæði. Ef notandinn situr er handvirk skolun
gerð óvirk. Þannig er komið í veg fyrir að notandi sturti óvart niður ef hann hallar sér aftur á meðan á notkun
stendur.
Ef farið er með hendi inn fyrir skynjunarsviðið fyrir handvirka skolun (2) setur salernisstýringin skolun með
litlu eða fullu magni af stað. Ekki er hægt að setja handvirka skolun af stað fyrr en einhver er á
skynjunarsviðinu (3) fyrir viðveru .
Viðveruskynjunarsvæðið (3) skynjar svæðið fyrir framan klósettið. Um leið og einhver kemur inn á
skynjunarsviðið byrja stjórnhnapparnir að loga og gefa þannig til kynna að salernisstýringin sé tilbúin til
notkunar.
Mynd 1:
Skynjunarsvið
1
Skynjunarsvið fyrir notanda
2
Skynjunarsvið fyrir handvirka skolun
3
Skynjunarsvið fyrir viðveru
9753440651 © 04-2022
970.779.00.0(00)
IS
265