Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

3M Protecta CABLOC Handbuch Seite 97

Steigschutzsystem
Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 69
 Toppfestingar:
Skoðaðu og athugaðu viðeigandi uppsetningu í samræmi við 3M Fall Protection Cabloc Vertical Cable
uppsetningarleiðningar öryggiskerfi s, 3M Fall Protection handbók #5903940.
Athugaðu með merki um sýnilegar skemmdir eða tæringu. Leitaðu að sprungum, sveigjum eða sliti sem gæti haft
áhrif á styrk og notkun kerfi sins. Skoðaðu rafsuðu. Leitaðu að sprunginni eða brotinni suðu sem gæti haft áhrif á styrk
festingarinnar. Skiptu um íhluti ef gallar fi nnast.
Athugaðu með lausar festingar eða festingar sem vantar sem festa toppfestinguna við mannvirkið (boltar,
klemmuplötur, U-boltar). Ef festingar eru lausar skal endurherða þær við snúningsátak sem fi nna má í
uppsetningarleiðbeiningunum sem fylgja Cabloc Vertical Cable Safety System.
Skoðaðu lykkju kapals og mótaenda þegar til staðar eru.
Ef við á skal skoða höggdeyfi ngu og leita að skemmdum. Skipa skal um höggdeyfi ngu ef galli fi nnst.
 Botnfesting:
Skoðaðu og athugaðu viðeigandi uppsetningu í samræmi við 3M Fall Protection Cabloc Vertical Cable Ladder
uppsetningarleiðbeiningar öryggiskerfi s, 3M Fall Protection handbók #5903940.
Athugaðu með merki um skemmdir eða tæringu. Leitaðu að sprungum, sveigjum eða sliti sem gæti haft áhrif á styrk
og notkun kerfi sins. Skiptu um íhluti ef gallar fi nnast.
Athugaðu með lausar festingar eða festingar sem vantar sem festa botnfestinguna við mannvirkið. Ef festingar eru
lausar skal endurherða þær við snúningsátak sem fi nna má í uppsetningarleiðbeiningunum sem fylgja Cabloc Vertical
Cable Safety System.
Skoðaðu samsetningu strekkingar stangar. Tryggðu að klemmur tygis festi kapalinn tryggilega. Athugaðu
snúningsátak klemmu tygis 47 N-m (– 35 fet pund). Skiptu eða endurhertu ef gallar fi nnast.
 Kapalbrautir:
Athugaðu með skemmdir á kapalbrautum. Leitaðu að sliti eða skemmtum á svarta úretani. Kapalbrautir ættu að
hindra kapal og snertingu hans við stiga/mannvirki. Að hámarki ættu að vera 10 metrar (32,8 fet) á milli kapalbrauta,
en þær ættu að vera nær ef þörf krefur. Skiptu um íhluti ef gallar fi nnast.
Athugaðu festingar kapalbrautar. Festingar ættu að festa kapalbraut í stöðu. Hertu eins og þörf krefur.
 Kapall og strekking kapals:
Skoðaðu kapalinn og leitaðu að tæringu, sveigjum eða skemmdum sem hafa áhrif á styrk og koma í veg fyrir að
kapalslífi n færist til á kaplinum. Ef það eru einhverjar rifur eða beyglur í stigakaplinum þarf hæfur aðili að skoða
kapalinn fyrir notkun. Leita skal að merkjum um tæringu á stiga eða mannvirki. Skiptu um kapalinn ef gallar fi nnast.
Skoðaðu strekkingu kapals. Raufi n verður að vera sýnileg fyrir ofan festinguna fyrir kerfi sem notast við strekkingu stangar
með strekkingarvísi. Kapallinn ætti að vera nógu hertur til að koma í veg fyrir snertingu við stiga/mannvirki. Endurhertu
kapalinn ef þörf krefur. Hertu kerfi ð þar til raufi n er sýnileg fyrir ofan festinguna. Ekki strekkja kerfi ð of mikið.
 Uppsetningar- og þjónustumerki:
Skoðaðu uppsetningar- og þjónustumerkið. Merkið ætti að vera tryggilega fest og að fullu læsilegt. Uppsetningardagur
og heimilaður fjöldi notenda á kerfi nu ætti að vera greinilega merktur á merkinu. Skráðu skoðunardagsetninguna á
merkinu eftir að skoðun er lokið.
 Stiga-/klifurmannvirki:
Skoðaðu stiga-/klifurmannvirkið sem Cabloc kerfi ð er fest við. Tryggðu að mannvirkið sé í góðu ástandi, tryggilegt
og öruggt að klifra á. EKKI NOTA ef ástand mannvirkis er vafasamt. Skoðaðu leiðbeiningarnar og/eða leitaðu
ráðlegginga hjá starfsmönnum sem þekkja mannvirkið fyrir notkun.
6.0 VIÐHALD, ÞJÓNUSTA OG GEYMSLA
6.1
Viðhaldsatriði varðandi skoðun er að fi nna í kafl a 5.0. Ef burðarkapallinn fyllist af olíu, feiti, málningu eða öðru efni skal
hreinsa hann með volgu sápuvatni. Þurrkaðu af kaplinum með hreinum, þurrum klút. Ekki þurrka með hita. Ekki nota sýru
eða ætandi efni sem geta skemmt kapalinn.
Viðbótarviðhald og -verklag þarf að fara fram á viðurkenndri þjónustumiðstöð. Vottun þarf að vera skrifl eg.
Cabloc - aftengjanlega kapalslíf má hreinsa með volgu sápuvatni.
Geymdu Cabloc - aftengjanlega kapalslíf á köldum, þurrum og hreinum stað fjarri beinu sólarljósi. Forðastu svæði þar sem
efnagufur eru til staðar. Skoðaðu vandlega slífi na eftir langa geymslu.
Flytja skal Cabloc kerfi ð á lokuðu svæði til að vernda það gegn skurðum, raka eða útfjólubláu ljósi. Forðast skal ætandi, of
heitt eða kalt umhverfi .
 Ekki taka slífi na í sundur. Ef Cabloc - aftengjanlega kapalslíf er tekin í stundur eða átt er við hana á einhvern
hátt, getur það haft í för með sér alvarlegt líkamstjón eða dauða.
7.0 TÆKNILÝSING
7.1
Allar topp- og botnfestingar, kapalbrautir, burðarkapall og festingar eru gerðar úr galvaníseruðu eða ryðfríu stáli. Hafðu
samband við 3M Fall Protection til að fá tæknilýsingar efnis ef þörf krefur. Cabloc kerfi ð, þegar það er uppsett í samræmi
við notkunarleiðbeiningarnar, uppfyllir kröfur CE (EN353-1:2014+A1:2017).
97

Quicklinks ausblenden:

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Inhaltsverzeichnis