ÍSLENSKA
14
Fyrir notkun vogarinnar
1 Setjið tvær LR03 AAA 1,5V rafhlöður
(seldar sér) í botn vogarinnar.
2 Setjið vogina á sléttan flöt.
3 Opnið skjáinn og ýtið á ON takkann.
Skjárinn sýnir 8888 í augnablik. Bíðið
þar til 0 eða 0,0 birtist áður en hlutir
eru settir á vogina.
Veljið mælieiningu.
(Þetta er aðeins hægt að gera þegar
kveikt er á voginni.) Ýtið á ON takkann.
Skjárinn sýnir 8888 og svo 0 g. Nú er hægt
að breyta um mælieiningu (grömm eða
únsur) með því að ýta á ON. Skjárinn sýnir
eininguna sem er valin. Ef lb/oz er valin
sýnir lína mismunandi brot úr únsu til hægri
við tölustafina: ¼ únsa ef línan er neðst, ½
únsa ef línan er í miðjunni, ¾ únsa ef línan
er efst (sjá mynd.
Að núllstilla á voginni
1 Setjið tóma skál á vogina. Nú sýnir vogin
þyngd skálarinnar.
2 Núllstillið með því að ýta á ON takkann.
Talan 0 birtist á skjánum.
3 Setjið þá þyngd sem óskað er eftir
í skálina. Nú sýnir skjárinn þyngd
innihalds skálarinnar.
Fjarlægið skálina og ýtið á ON takkan einu
sinni enn til að núllstilla vogina.
15
Að slökkva á voginni
Ef ekkert er á voginni í 20 sekúndur
slokknar sjálfkrafa á henni. Einnig er hægt
að slökkva á voginni hvenær sem er með
því að halda ON takkanum niðri í þrjár
sekúndur.Gott að vita
1 Þurrkið af voginni með rökum klút.
2 Vegur allt að 3 kg.
3 Skiptið um rafhlöðu þegar skjárinn sýnir
LO.
Aðeins til heimilisnota.