ÍSLENSKA
grunninum má ekki vera teppi sem hindrar
opin.
Ef uppþvottavélin er sett upp á enda raðar
af einingum þannig að hliðarplatan verði
aðgengileg verður svæðið með lömunum
að vera varið svo ekki sé hætta á meiðslum.
Hitastig inntaksvatnsins fer eftir
gerð uppþvottavélarinnar. Ef uppsett
inntaksslanga er merkt „25°C Max" er
hámarksleyfilegt hitastig vatns 25°C. Fyrir
allar aðrar gerðir er hámarksleyfilegt
hitastig vatns 60°C. Skerið ekki slöngur og
í tilfelli tækja sem eru búin lekavarnarkerfi
má ekki dýfa plasthólknum sem er utan
um inntaksslönguna í vatn. Ef slöngurnar
eru ekki nógu langar skal hafa samband
við seljanda. Verið viss um að inntaks- og
frárennslisslöngurnar séu ekki beyglaðar
né kramdar. Athugið hvort vatnsinntakið
og frárennslisslöngur leki áður en tækið er
notað í fyrsta sinn. Tryggið að fæturnir fjórir
séu stöðugir og hvíli á gólfinu, stillið þá
eftir þörfum, og athugið með hallamáli að
uppþvottavélin sé fullkomlega lárétt.
Notið tækið aðeins þegar hlífarnar
sem sýndar eru á skýringarmynd 19 í
samsetningarleiðbeiningunum hafa verið
rétt settar saman - hætta á meiðslum.
VIÐVARANIR VEGNA RAFMAGNS
Merkispjaldið er á brún hurðar
uppþvottavélarinnar (sést þegar hurðin er
opin).
Nauðsynlegt er að hægt sé að aftengja
tækið frá rafmagni með því að taka það
úr sambandi ef innstungan er aðgengileg
eða með fjölskautarofa sem settur er upp
fyrir framan innstunguna í samræmi við
tengingarreglur. Jarðtengja skal tækið
í samræmi við landsbundna staðla um
raföryggi.
Notið ekki framlengingartengi, fjöltengi
eða millistykki. Rafmagnsíhlutir mega
ekki vera aðgengilegir notandanum eftir
uppsetningu. Notið ekki tækið þegar þið
eru blaut eða berfætt. Notið ekki þetta tæki
ef það hefur skemmda rafmagnssnúru eða
tengil, ef það virkar ekki á réttan hátt, eða
það hefur verið skemmt eða misst.
Ef rafmagnssnúran er skemmd verður
að skipta henni út með eins rafmagnssnúru
frá framleiðandanum, þjónustufulltrúa
hans eða sambærilega hæfum aðilum -
hætta á raflosti.
Ef áfesta klóin passar ekki í innstunguna
skal hafa samband við hæfan tæknimann.
Togið ekki í rafmagnssnúruna. Dýfið ekki
rafmagnssnúrunni eða klónni í vatn. Haldið
rafmagnsnúrunni frá heitu yfirborði.
HREINSUN OG VIÐHALD
VIÐVÖRUN: Gangið úr skugga um að
slökkt sé á tækinu og það sé aftengt frá
rafmagni áður en viðhaldsaðgerðir eru
framkvæmdar. Til að forðast líkamstjón skal
nota hlífðarhanska (hætta á skurðsárum)
og öryggisskó (hætta á því að merjast);
meðhöndlun skal framkvæmd af tveimur
einstaklingum (minnka þyngdarálag);
notið aldrei gufuhreinsibúnað (hætta á
raflosti). Viðgerðir ófaglærðra aðila sem
eru ekki viðurkenndir af framleiðandanum
geta stefnt heilsu og öryggi í hættu, sem
framleiðandinn er ekki ábyrgur fyrir. Allir
gallar eða skemmdir af völdum viðgerða
eða viðhalds ófaglærðra aðila falla ekki
undir ábyrgð. Ábyrgðarskilmálarnir eru
útlistaðir í skjalinu sem fylgir einingunni.
58