Standurinn opnaður og stilltur
Hægt er að stilla horn spjaldtölvunnar með því að nota standhlífina.
Grípið um hvora hlið standhlífarinnar og opnið varlega þar til tilætlað
horn hefur náðst.
2
Til að koma í veg fyrir skemmdir, skal hvorki beita standhlífina óþarfa afli
né neyða standinn umfram hreyfisvið hans.
• Ekki halla standhlífinni óþarflega mikið eða beita hana of miklum
þrýstingi, þar sem slíkt getur skaddað hjarirnar.
• Stillið horn spjaldtölvunnar með því að opna standinn og breyta
stöðu spjaldtölvunnar þar til rétt horn hefur náðst.
• Spjaldtölvan, lyklaborðið og standhlífin innihalda öll segulmögnuð
efni. Til að koma í veg fyrir tap á segulmagni skal forðast að hafa
spjaldtölvuna, lyklaborðið og hlífina í mjög heitu umhverfi eða þar
sem sól skín á hana.
• Til að koma í veg fyrir afseglun kreditkorta og annarra hluta
sem innihalda segulgögn, skal geyma þau fjarri spjaldtölvunni,
lyklaborðinu og standhlífinni.
1
235
3