Herunterladen Inhalt Inhalt Diese Seite drucken

Hirt Um Sverðið - Hurricane MS 1235 Bedienungsanleitung

Benzinmotor-kettensäge
Inhaltsverzeichnis

Werbung

Verfügbare Sprachen
  • DE

Verfügbare Sprachen

  • DEUTSCH, seite 1
Anleitung_MS_1235_SPK7:_
7.2.6 Hirt um sverðið
Nauðsinlegt er að smyrja sverðið (stýrirennu keðju og
tannkeðju). Regluleg umhirða á sverðinu eins og lýst
er hér á eftir er mjög mikilvæg til þess að tryggja góða
virkni sagarinnar.
Varúð: Tennur og keðja eru smurðar þegar að
sögin yfirgefur verksmiðjuna. Ef að ekki er hirt um að
smyrja sögina reglulega verður keðjan fljótt bitlaus og
sögin sagar verr en ella, auk þess fellur öll ábyrgð úr
gildi.
Verkfæri til smurningar
Best er að nota olíukönnu til þess að smyrja tennur
sverðs. Olíukannan ætti að vera með mjóan odd til
þess að komst að óaðgengilegum stöðum.
Sona er sögin smurð
Smyrja ætti keðjuna á 10 vinnutíma millibili eða einu
sinni í viku. Áður en að sögin er smurð verður að þrífa
sverðið vandlega.
Tilmæli: Til þess að smyrja tennur sverðs þarf ekki að
fjarlægja keðjuna. Hægt er að smyrja hana við notkun
á meðan að slökkt er á mótornum.
Varúð: Notið sterka hlífðarvettlinga á meðan að
sverðið og keðjan eru meðfjötluð.
1. Setjið höfuðrofann á "Stopp (0)".
2. Hreinsið tennur sverðs.
3. Stingið oddi olíukönnunnar smurgatið og sprautið
olíu inní það þangað til að olía kemur út á ytri hlið
tanna (mynd 20).
4. Snúið keðjunni með hendinni. Endurtakið þetta
þar til að allar tennur eru orðnar vel smurðar.
Flest vandamál sverðs er hægt að forðast með því að
hirða vel um það.
Sverðið eyðist fyrr upp ef að það er ekki vel smurt og
ef að sagarkeðjan er OF STREKKT. Til að minnka
uppnotkun á sverðinu er mælt með því að
framkvæma eftirtalin atriði.
Varúð: Notið ávalt sterka hlífðarvettlinga þegar
að unnið er að tækinu. Hirðið ekki um sögina á meðan
að mótorinn er enn heitur.
Sverði snúið
Snúa verður sverðinu á 8 vinnutíma millibili til þess að
tryggja jafna notkun á því.
Þrífið stýrirauf og smurgat með þar til gerðu verkfæri
(mynd 21A).
Athugið reglulega hvort að stýrirauf sé uppnotuð,
02.02.2009
10:19 Uhr
Seite 169
fjarlægið afmyndaðan málm með því að slípa sverðið
með flatri fjöl ef þörf er á (mynd 21B).
Varúð: Setjið aldrei nýja keðju á uppnotað sverð.
Olíuaffall
Olíuaffall sverðsins verður að þrífa reglulega til þess
að hægt sé að smyrja sögina og keðjuna vel við
notkun sagarinnar.
Tilmæli: Ástand olíuaffalls er auðvelt að athuga. Ef
að affallið er hreint sprautar keðjan olíu út rétt eftir
gangsetningu. Keðjan er með sjálfvirkt
smurningskerfi.
Sjálfvirk keðjusmurning
Keðjusögin er búin sjálfvirku smurkerfi sem drifið er af
tannhjólum. Smurkerfið skaffar sverði og sagarkeðju
sjálfkrafa réttu magni olíu. Um leið og mótornum er
hraðað dælist olían hraðar í átt að sverðinu.
Smurningskerfið er stillt þegar að sögin yfirgefur
verksmiðjuna. Ef nauðsinlegt er að stilla
smurningskerfið verður að fara með sögina til
viðurkennds þjónustuaðila og láta gera það þar.
Á neðri hluta keðjusagarinnar er að finna stilliskrúfu
fyrir keðjusmurninguna (mynd 26 / staða A). Ef
skrúfunni er snúið rangsælis minnkar flæði olíu og ef
henni er snúið réttsælis eykst flæði olíu.
Til þess að prufa smurningskerfið er best að halda
söginni yfir pappír og þrýsta bensíngjöfinni í botn í
nokkrar sekúndur. Nú sést hversu mikil olía er á
pappírnum.
7.2.7 Umhirða keðju
Keðja slípuð
Til þess að slípa keðjuna verður að notast við sérstök
verkfærir sem tryggja að hnífarnir séu slípaðir í réttum
halla. Ef notandi er óvanur mælum við með því að
hann fari með sögina til fagaðila og látið slípa keðjuna
fyrir sig. Ef notandi vill sjálfur slípa keðjuna ætti að
kaupa þar til gerð verkfæri hjá fagaðila.
Slípun keðju (mynd 22)
Notið sterka hlífðarvettlinga á meðan að keðjan er
slípuð og notið ávala þjöl, f4,8mm. Slípið oddana
einungis með hreyfingum útávið (mynd 23) og farið
eftir gildunum sem sýnd eru á mynd 22.
Eftir slípun verða allir skurðarhlekkir að vera jafn
langir og jafn breiðir.
IS
169

Quicklinks ausblenden:

Werbung

Inhaltsverzeichnis
loading

Diese Anleitung auch für:

45.013.68

Inhaltsverzeichnis