7. ÖRYGGISUPPLÝSINGAR FYRIR RAFHLÖÐU OG HLEÐSLUTÆKI
Rafhjólið er með lithium-ion rafhlöðu. Notaðu aldrei önnur
hleðslutæki en þau sem eru hönnuð fyrir þessa rafhlöðu. Að
nota óviðeigandi hleðslutæki fyrir lithium-ion rafhlöðu gæti
valdið ofhitnun, eldsvoða eða sprengingu. Ef hleðslutækið
glatast eða skemmist, hafðu þá samband við næstu IKEA
verslun til að panta nýtt.
• Fyrstu þrjú skiptin sem þú hleður rafhlöðuna skaltu hlaða í að
lágmarki 12 klukkutíma.
• Vertu viss um að rafspenna hleðslutækisins sé sú sama og á
rafveitu þinni.
• Það á alltaf að nota hleðslutækið innandyra.
• Ekki opna hleðslutækið, þar sem það er háspennutæki.
• Snertu aldrei rafskautin tvö á sama tíma, þar sem það gæti
valdið raflosti.
• Taktu aldrei rafhlöðuna úr rafhjólinu á meðan hleðslu stendur.
• Hafðu rafhlöðuna í hleðslu í að lágmarki tvær
klukkustundir á þriggja mánaða fresti, annars fellur
rafhlaðan ekki undir ábyrgðina okkar.
74
• Notaðu aldrei önnur hleðslutæki til að hlaða rafhlöðuna.
• Leyfðu ekki vökva eða málmi að komast inn í hleðslutækið.
• Vertu ekki með rafhlöðuna í hleðslu nálægt ungbörnum eða
litlum börnum.
• Notaðu aldrei hleðslutækið í rykugum, skítugum, rökum eða
olíukenndu umhverfi og forðastu beint sólarljós.
• Ekki slá á hleðslutækið og forðastu mikinn titring. Forðastu
að nota hleðslutækið í umhverfi.
• Notaðu hleðslutækið alltaf á svölum og loftræstum svæðum.
• Ábyrgðin fellur úr gildi ef rafhlaðan er opnuð eða skemmd.
• Rafhjólið þitt er hannað fyrir venjulega umferð og fyrir eina
manneskju. Notaðu aldrei rafhjólið fyrir öfgakennd tilþrif,
eins og utanvegaakstur, stökk eða þungan farm. Þetta gæti
skaðað rafhjólið og valdið alvarlegum meiðslum.
• Ætti aðeins að vera notað með hleðslutæki að gerð
C060L1001E.001.
• Sem vegfarandi þarft þú að fara eftir umferðareglum í þínu
landi.